Þjóðsögur: Þá hló marbendill
Sálfræðingar, félagsfræðingar og femínistar hafa bent á að í þjóðsögum og ævintýrum leynist margt milli línanna. Sögurnar í þessu safni gefa einmitt tilefni til umræðna um ýmislegt sem leitar á huga ungs fólks á hverjum tíma. Þá má minna á að knappur stíll og sterk bygging þjóðsagna gera þær að eftirsóknarverðri stílfyrirmynd. Jafnframt veita þjóðsögur ómetanlega innsýn í líf og hugsunarhátt fólks á fyrri tímum. Lesarar eru Ingólfur B. Kristjánsson og Kristján R. Kristjánsson.