The Phanton of the Opera
Sagan um óperudrauginn eftir Gaston Leroux heitir á frummálinu Le Fantôme de l'Opéra og kom fyrst út á árunum 1909-1910. Hún er hér í enskri þýðingu Alexander Teixeiros de Mattos. Óperusöngkonan Christine er ung og upprennandi stjarna innan óperuheimsins í París. Tveir menn eru heillaðir af henni. Annar er æskuvinur hennar, Raoul vísigreifi af Chagny. Hinn er dularfullur maður sem kallaður er ,,óperudraugurinn". Þessi saga er lesin á ensku. Ralph Snelson les.