The Island of Doctor Moreau
The Island of Doctor Moreau er vísindaskáldsaga frá árinu 1896 eftir enska rithöfundinn H. G. Wells. Textinn er frásögn skipsbrotsmanns að nafni Edward Prendick, sem bjargað er um borð í bát og hann svo skilinn eftir á eyju nokkurri. Þar býr brjálaði vísindamaðurinn Moreau, sem skapar verur í mannslíki úr dýrum. Í sögunni tekst höfundur á við ýmis heimspekileg þemu, svo sem þjáningu og grimmd, siðferðilega ábyrgð, mannlega sjálfsmynd, og inngrip mannsins í náttúruna. Þessi sígilda vísindaskáldsaga er eitt af best þekktu verkum Wells og hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð. Bob Neufeld les á ensku.