Svikagreifinn

HÖFUNDUR

Sagan Svikagreifinn birtist í fyrstu bók Einars, Sögur og kvæði, sem kom út 1897. Þrátt fyrir að sagan verði seint talin með bestu verkum Einars er hún forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Hún er skrifuð í raunsæisstíl, sem þó sker sig nokkuð frá öðrum íslenskum raunsæissögum þess tíma, s.s. sögum Gests Pálssonar og Einars Kvaran. Sem ljóðskáld hefur Einar löngum verið talinn með nýrómantískum höfundum; ljóð hans rík af skoðunum og með sterka tjáningu, andstætt því sem við upplifum af þessari sögu, þar sem umburðarlyndi og mannlegir breyskleikar eru ekki færðir til dóms þannig að afgerandi sé. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Svikagreifinn

Sagan Svikagreifinn birtist í fyrstu bók Einars, Sögur og kvæði, sem kom út 1897. Þrátt fyrir að sagan verði seint talin með bestu verkum Einars er hún forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Hún er skrifuð í raunsæisstíl, sem þó sker sig nokkuð frá öðrum íslenskum raunsæissögum þess tíma, s.s. sögum Gests Pálssonar og Einars Kvaran. Sem ljóðskáld hefur Einar löngum verið talinn með nýrómantískum höfundum; ljóð hans rík af skoðunum og með sterka tjáningu, andstætt því sem við upplifum af þessari sögu, þar sem umburðarlyndi og mannlegir breyskleikar eru ekki færðir til dóms þannig að afgerandi sé.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.
***