Stjórnmálanámskeið
,,Þegar Aðalsteinn var orðinn fertugur tók hann ævi sína til endurskoðunar. Hvað hafði orðið af árunum?'' Þannig hefst smásagan Stjórnmálanámskeið eftir Erlend Jónsson. Piparsveinninn Aðalsteinn er farinn að örvænta yfir árangurslausri viðleitni til að leiðrétta kvenmannsleysið, þegar honum er ráðlagt að fara heldur út í pólitík. Það gerir Aðalsteinn - með óvæntum afleiðingum. Kristján Róbert Kristjánsson les.