Sons and Lovers
Skáldsagan Sons and Lovers eftir D. H. Lawrence hlaut misjafnar móttökur og hneykslaði marga er hún kom fyrst út árið 1913, en er í dag talin eitt af bestu og áhrifamestu skáldverkum 20. aldarinnar. Sagan, sem er að hluta til sjálfsævisöguleg, segir frá listamanninum Paul Morel og sambandi hans við móður sína. Gertrude Morel, gift ómenntuðum og ofbeldishneigðum manni, helgar líf sitt sonum sínum tveimur. Eftir lát eldri bróðurins verður Paul miðpunkturinn í lífi hennar. Þegar hann vex úr grasi og verður loks ástfanginn reynist hið flókna samband þeirra mæðgina hafa átakanlegar afleiðingar. Tony Foster les á ensku.