Skinnfeldur

HÖFUNDUR

Sagan Skinnfeldur (The Pioneers) eftir James Fenimore Cooper er fjórða skáldsagan af fimm sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum. Þó sagan sé sú fjórða í röðinni var hún skrifuð fyrst og kom út árið 1823. Þessar sígildu sögur eru spennandi og skemmtilegar og áhugaverðar um margt. Auk þess sem þær fjalla um viðburðaríkt líf og örlög aðalpersónanna lýsa þær á sama tíma hvernig lífið þróaðist á þessum árum sem sögurnar gerast á sem er frá miðri átjándu öld fram að aldamótum, þegar náttúran þarf að víkja vegna aukinnar fólksfjölgunar. Þá vilja margir meina að Fenimore hafi fyrstur manna skrifað um indíána sem lifandi manneskjur af holdi og blóði. Eru þetta stórkostlegar sögur sem gefa okkur innsýn inn í horfna heima og verður enginn svikinn af þeim. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Skinnfeldur

Sagan Skinnfeldur (The Pioneers) eftir James Fenimore Cooper er fjórða skáldsagan af fimm sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum. Þó sagan sé sú fjórða í röðinni var hún skrifuð fyrst og kom út árið 1823.

Þessar sígildu sögur eru spennandi og skemmtilegar og áhugaverðar um margt. Auk þess sem þær fjalla um viðburðaríkt líf og örlög aðalpersónanna lýsa þær á sama tíma hvernig lífið þróaðist á þessum árum sem sögurnar gerast á sem er frá miðri átjándu öld fram að aldamótum, þegar náttúran þarf að víkja vegna aukinnar fólksfjölgunar. Þá vilja margir meina að Fenimore hafi fyrstur manna skrifað um indíána sem lifandi manneskjur af holdi og blóði. Eru þetta stórkostlegar sögur sem gefa okkur innsýn inn í horfna heima og verður enginn svikinn af þeim.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.
***