Róbinson Krúsó
Sagan Róbinson Krúsó kom fyrst út árið 1719 og hét þá Life and strange surprising adventures of Robinson Crusoe. Hún varð strax mjög vinsæl og enn þann dag í dag yljar hún lesendum út um allan heim, enda sagan verið þýdd á ótal tungumál. Höfundur sögunnar Daniel Defoe fæddist árið 1660 á Englandi og starfaði fyrst og fremst sem rithöfundur og blaðamaður. Hann samdi ótal skáldverk, en frægust þeirra eru sagan af Róbinson Krúsó og sagan Moll Flanders sem kom út árið 1722. Talið er að Defoe hafi haft mikil áhrif á þróun ensku skáldsögunnar og margir telja hann fyrsta eiginlega skáldsagnahöfundinn. Ingólfur B. Kristjánsson les.