Ritstjórinn í leiðsludáinu: Saga frá Ameríku

HÖFUNDUR

Tímaritið Fjallkonan var á sínum tíma eitt helsta tímarit sem út kom á Íslandi, en það var á árunum 1884-1911. Stofnandi blaðsins og jafnframt ritstjóri þess lengst af var Valdimar Ásmundsson. Eftir að hann lést fyrir aldur fram tók kona hans, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, við ritstjórn þess um tíma. Meðal efnis í blaðinu voru þýddar sögur, bæði stuttar og svokallaðar neðanmálssögur sem voru þá lengri framhaldssögur. Sagan Ritstjórinn í leiðsludáinu er fyrsta sagan sem við birtum úr blaðinu en við munum svo bæta fleiri sögum við. Ekki er þýðanda getið en kannski hefur það verið Valdimar sjálfur. Bendir lipurt málfarið til þess. Sagan er leiftrandi fyndin en þó með siðferðilegan undirtón og á jafn vel við í dag og þegar hún birtist í blaðinu og kannski en frekar en þá. Sagan er um 25 mínútur í flutningi. Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Ritstjórinn í leiðsludáinu: Saga frá Ameríku

Tímaritið Fjallkonan var á sínum tíma eitt helsta tímarit sem út kom á Íslandi, en það var á árunum 1884-1911. Stofnandi blaðsins og jafnframt ritstjóri þess lengst af var Valdimar Ásmundsson. Eftir að hann lést fyrir aldur fram tók kona hans, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, við ritstjórn þess um tíma. Meðal efnis í blaðinu voru þýddar sögur, bæði stuttar og svokallaðar neðanmálssögur sem voru þá lengri framhaldssögur.

Sagan Ritstjórinn í leiðsludáinu er fyrsta sagan sem við birtum úr blaðinu en við munum svo bæta fleiri sögum við. Ekki er þýðanda getið en kannski hefur það verið Valdimar sjálfur. Bendir lipurt málfarið til þess. Sagan er leiftrandi fyndin en þó með siðferðilegan undirtón og á jafn vel við í dag og þegar hún birtist í blaðinu og kannski en frekar en þá. Sagan er um 25 mínútur í flutningi.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

No items found.
***