Rauðviðarlíkkistan

HÖFUNDUR

Í þessari stuttu en stórskemmtilegu sögu segir Chekhov frá Pétri Panikhidin sem hefur mikinn áhuga á yfirnáttúrulegum hlutum. Eitt sinn er hann fer á miðilsfund fær hann þau skilaboð að handan að hann sé feigur og eigi að búa sig undir dauðann. Eftir fundinn heldur hann áhyggjufullur heim á leið og þegar þangað er komið bregður honum illilega í brún. Sagan birtist í íslenskri þýðingu í tímaritinu Syrpu árið 1912. Anton Chekhov (1860‐1904) var rússneskur smásagnahöfundur, leikritaskáld og læknir. Hann var gríðarlega vinsæll í Rússlandi meðan hann lifði og er enn í dag eitt af stóru nöfnunum í rússneskum bókmenntum. Vilja margir meina að Chekhov sé einn fremsti smásagnahöfundur sem uppi hafi verið. Stíll hans er oftast látlaus, en styrkur hans felst einkum í því sem hann velur að segja og kannski enn frekar í þögnunum og því sem hann velur að segja ekki. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Rauðviðarlíkkistan

Í þessari stuttu en stórskemmtilegu sögu segir Chekhov frá Pétri Panikhidin sem hefur mikinn áhuga á yfirnáttúrulegum hlutum. Eitt sinn er hann fer á miðilsfund fær hann þau skilaboð að handan að hann sé feigur og eigi að búa sig undir dauðann. Eftir fundinn heldur hann áhyggjufullur heim á leið og þegar þangað er komið bregður honum illilega í brún.

Sagan birtist í íslenskri þýðingu í tímaritinu Syrpu árið 1912.

Anton Chekhov (1860‐1904) var rússneskur smásagnahöfundur, leikritaskáld og læknir. Hann var gríðarlega vinsæll í Rússlandi meðan hann lifði og er enn í dag eitt af stóru nöfnunum í rússneskum bókmenntum. Vilja margir meina að Chekhov sé einn fremsti smásagnahöfundur sem uppi hafi verið. Stíll hans er oftast látlaus, en styrkur hans felst einkum í því sem hann velur að segja og kannski enn frekar í þögnunum og því sem hann velur að segja ekki.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.
***