Konungur af Aragon og aðrar sögur
Bókin Konungur af Aragon og aðrar sögur er safn 30 smásagna eftir skáldið og rithöfundinn Matthías Johannessen. Í þessum stórskemmtilegu sögum kemur hann víða við, allt frá Lúkasi guðspjallamanni fram til dagsins í dag, og sjónarhornið er alltaf ferskt og áhugavert, því eins og í öðrum skrifum Matthíasar búa sögur hans yfir ákveðinni sérstöðu bæði í stíl og efnistökum. Þeir sem ekki hafa lesið eða hlustað á smásögur Matthíasar Johannessen ættu alls ekki að láta þessar sögur framhjá sér fara. Það verður enginn svikinn af þeim. Bókin kom fyrst út hjá Almenna bókafélaginu árið 1986 og var annað smásagnasafn höfundar, en áður hafði hann gefið út Nítján smáþætti sem einnig er hægt að nálgast hér á Hlusta.is. Kristján Róbert Kristjánsson les.