Kappsiglingin
Jón Trausti var og er enn einn besti smásagnahöfundur sem við Íslendingar höfum átt þó svo að flestir þekki hann einkum vegna skáldsagna hans. Það er einmitt í smásögunum sem list hans rís hvað hæst. Sagan Kappsiglingin er gott dæmi um stíl hans og nálgun, þó svo að umhverfið sé dálítið frábrugðið því sem er í öðrum sögum hans, því hún gerist á ónefndum stað í útlöndum. Umgjörð sögunnar er kappsigling sem drífur að fjölda áhorfenda, en megininntak sögunnar eru breyttir tímar þar sem „Allt það farg sem legið hefur á verkamannastéttinni um þúsundir ára hefur lagst í kjalsogið“. Sagan sem kom fyrst út í janúar 1909 á eins og allar góðar sögur enn erindi við okkur í dag. Sagan er í einum lestri og það er Ingólfur B. Kristjánsson sem les.