Jóns saga helga (eldri gerð)
Jón Ögmundsson var fyrsti Hólabiskupinn og þótti hinn merkilegasti maður. Hann var biskup frá 1106 til 1121. Höfundur sögunnar er Gunnlaugur Leifsson munkur á Þingeyrum (d. 1218 eða 1219). Í formála eldri gerðarinnar er tekið fram að Gunnlaugur hafi samið söguna á latínu „að boði og áeggjan verðligs herra Guðmundar biskups.“ Má ætla að ritun sögunnar hafi verið í tengslum við helgi hans. Þetta er skemmtileg frásögn sem gefur góða innsýn inn í þessa áhugaverðu tíma. Ingólfur B. Kristjánsson les.