Hrunadans og heimaslóð

HÖFUNDUR

Hrunadans og heimaslóð er greinasafn eftir Matthías Johannessen og þar er að finna fyrirlestra sem hann hefur flutt við Háskóla Íslands og víðar við ýmis tækifæri; erindi um málefni sem hann hefur brennandi áhuga á. Matthías er og hefur verið einn helsti „essayisti“ okkar Íslendinga, einn af fáum sem hefur tekist að fanga það form og gera það að listgrein. Bókin var gefin út af Háskólaútgáfunni árið 2006. Eins og jafnan fer Matthías yfir víðan völl enda áhugasviðið fjölbreytt eins og sjá má ef rýnt er í efnisyfirlitið, en þar er m.a. að finna yfirheitin: Hrunadansinn, Fjöllin í brjósti þér, Dymbilvaka og Imbrudagar, Gagarín og margt fleira. Jón B. Guðlaugsson les.

Hrunadans og heimaslóð

Hrunadans og heimaslóð er greinasafn eftir Matthías Johannessen og þar er að finna fyrirlestra sem hann hefur flutt við Háskóla Íslands og víðar við ýmis tækifæri; erindi um málefni sem hann hefur brennandi áhuga á. Matthías er og hefur verið einn helsti „essayisti“ okkar Íslendinga, einn af fáum sem hefur tekist að fanga það form og gera það að listgrein. Bókin var gefin út af Háskólaútgáfunni árið 2006.

Eins og jafnan fer Matthías yfir víðan völl enda áhugasviðið fjölbreytt eins og sjá má ef rýnt er í efnisyfirlitið, en þar er m.a. að finna yfirheitin: Hrunadansinn, Fjöllin í brjósti þér, Dymbilvaka og Imbrudagar, Gagarín og margt fleira.

Jón B. Guðlaugsson les.

No items found.
***