Hringar Serkjakonungs

HÖFUNDUR

Sagan Hringar Serkjakonungs er rómantísk ævintýrasaga af bestu gerð eftir einn fjöllesnasta rithöfund Þjóðverja á þeim tíma er hún kom út. Sagan kom fyrst út árið 1888 undir nafninu Flittergold. Meginþráður bókarinnar byggir á sönnum atburðum og lífshlaup Krackwitz, meginhetju sögunnar, byggði höfundur á raunverulegum dagbókarskrifum. Sagan kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1907 og var gefin út af Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri. Höfundurinn Fedor von Zobeltitz fæddist 5. október 1857 í Spiegelberg í Þýskalandi. Ungur var hann sendur til náms í herskóla og lá fyrir honum að gerast riddaraforingi í hernum en árið 1880 sneri hann við blaðinu öllum að óvörum, hætti í hernum, flutti til Berlínar og fór að skrifa í blöð. Til að hafa ofan af fyrir sér tók hann að skrifa skáldsögur og varð brátt vinsæll höfundur. Skömmu síðar fóru hlutirnir líka að gerast fyrir honum í blaðamennsku og stundaði hann blaðamennsku með góðum árangri eftir það samhliða því að hann skrifaði skáldsögur. Jón B. Guðlaugsson les.

Hringar Serkjakonungs

Sagan Hringar Serkjakonungs er rómantísk ævintýrasaga af bestu gerð eftir einn fjöllesnasta rithöfund Þjóðverja á þeim tíma er hún kom út. Sagan kom fyrst út árið 1888 undir nafninu Flittergold. Meginþráður bókarinnar byggir á sönnum atburðum og lífshlaup Krackwitz, meginhetju sögunnar, byggði höfundur á raunverulegum dagbókarskrifum. Sagan kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1907 og var gefin út af Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri.

Höfundurinn Fedor von Zobeltitz fæddist 5. október 1857 í Spiegelberg í Þýskalandi. Ungur var hann sendur til náms í herskóla og lá fyrir honum að gerast riddaraforingi í hernum en árið 1880 sneri hann við blaðinu öllum að óvörum, hætti í hernum, flutti til Berlínar og fór að skrifa í blöð. Til að hafa ofan af fyrir sér tók hann að skrifa skáldsögur og varð brátt vinsæll höfundur. Skömmu síðar fóru hlutirnir líka að gerast fyrir honum í blaðamennsku og stundaði hann blaðamennsku með góðum árangri eftir það samhliða því að hann skrifaði skáldsögur.

Jón B. Guðlaugsson les.

No items found.
***