Hljóðskraf yfir arninum
Hin heimilislega og notalega saga Hljóðskraf yfir arninum eftir Charles Dickens heitir á frummálinu The Cricket on the Hearth og kom fyrst út árið 1845. Hér koma margar litríkar persónur við sögu. Þar eru fremst í flokki herra og frú Peerybingle og dularfullur gestur sem leigir herbergi hjá þeim, leikfangasmiðurinn Caleb Plummer, hin blinda dóttir hans, Bertha, og sonurinn Edward sem hvarf í Suður-Ameríku. Einnig kemur við sögu unnusta Edwards, May, sem nú á að giftast nirflinum Tackleton þó hún elski hann ekki. Sigurður Arent Jónsson les.