Herragarðurinn og prestssetrið
Herragarðurinn og prestssetrið er dramatísk og spennandi saga eftir hina merku dönsku skáldkonu og listmálara Hedevig Winther (1844-1926). Hedevig þessi fæddist í Hróarskeldu og var faðir hennar prestur þar um kring. Strax sem barn var hún upptekin af því að skrifa sögur og teikna myndir. Þótti hún afar fær málari og hélt margar sýningar. Fyrsta bókin eftir hana kom út árið 1886 og nefndist Skissur og frásagnir (Skizzer og Fortællinger). Skáldsagan Herragarðurinn og prestssetrið kom út árið 1891. Skrifaði hún á annan tug bóka og sumar undir dulnefninu Jacob Abdal. Á íslensku kom sagan fyrst út árið 1927 og hefur verið endurútgefin nokkrum sinnum. Vala Hafstað les.