Heimspekingar fyrr og nú
Heimurinn, eðli hans og uppbygging, hefur löngum valdið mönnum heilabrotum. Í aldanna rás hefur orðið til hópur manna sem við í daglegu tali köllum heimspekinga, sem hafa það að markmiði að finna röklegt samhengi tilverunnar, þannig að við getum skilið hana betur og áttað okkur á tilgangi lífsins. Dr. Geir Sigurðsson kynnir hér fyrir okkur helstu heimspekinga sögunnar, helstu kenningar þeirra og niðurstöður. Lesarar eru Ingólfur B. Kristjánsson, Páll Guðbrandsson og Sigurður Arent Jónsson.