Haraldur blátönn Gormsson Danakonungur

HÖFUNDUR

Einn af þeim konungum sem settu svip sinn á sögu Norðurlanda á þeim tíma er Ísland var að byggjast var Haraldur Gormsson Danakonungur, oft nefndur Haraldur blátönn. Hann ríkti frá u.þ.b. 950-985. Eftir því sem sagan segir færði hann út lendur Dana og kristnaði landið. Þá kom hann talsvert við sögu Íslendinga, er hann bauð kunnugum manni að fara í hamförum til landsins og kanna aðstæður áður en hann sigldi þangað með her sinn. Varð för þessa kunnuga manns heldur endaslepp þar sem hann komst aldrei á land á Íslandi vegna landvættanna sem stóðu vörð um landið. Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

Haraldur blátönn Gormsson Danakonungur

Einn af þeim konungum sem settu svip sinn á sögu Norðurlanda á þeim tíma er Ísland var að byggjast var Haraldur Gormsson Danakonungur, oft nefndur Haraldur blátönn. Hann ríkti frá u.þ.b. 950-985. Eftir því sem sagan segir færði hann út lendur Dana og kristnaði landið. Þá kom hann talsvert við sögu Íslendinga, er hann bauð kunnugum manni að fara í hamförum til landsins og kanna aðstæður áður en hann sigldi þangað með her sinn. Varð för þessa kunnuga manns heldur endaslepp þar sem hann komst aldrei á land á Íslandi vegna landvættanna sem stóðu vörð um landið.

Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.

No items found.
***