Gulleyjan

HÖFUNDUR

Gulleyjan eftir Robert Louis Stevenson hefur öðlast sess sem sígild ævintýrasaga um sjóræningja og falda fjársjóði, rituð á sama tíma og hvort tveggja mátti enn finna um heimsins höf. Sagan var fyrst gefin út árið 1882. Hér fylgjum við aðalpersónu bókarinnar, hinum unga Jim Hawkins, frá því að ógæfan ríður yfir fjölskyldu hans með komu sjóræningjans Billy Bones. Eftir að fjársjóðskort kemst í hendur Jims þarf hann að flýja til að bjarga lífi sínu. Kortið vísar á eftirsóttan fjársjóð sem virðist hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir alla er að honum leita. Til sögunnar koma hinir traustu en í senn ævintýragjörnu heldri borgarar Livesey læknir og Trelavney friðdómari, og í hönd fer ævintýralegt ferðalag suður í höf. Ferðin og leitin að fjársjóðnum eru aðeins upphafið að þeim erfiðleikum sem Jim og félagar standa frammi fyrir í ljósi þess að sjálf áhöfnin gæti verið þeirra versti óvinur. Höfundi tekst hér að skapa margslungnar persónur sem ekki eru allar traustsins verðar. Þeirra á meðal er hinn frægi Langi John Silfri, útsmoginn og kaldrifjaður sjóræningi sem alltaf getur hagað seglum eftir vindi og bjargað eigin skinni. Robert Louis Stevenson er einna þekktastur fyrir bók sína Dr. Jekyll og Mr. Hyde, en skrifaði fjölda annarra bóka þar sem hans eigin reynsla á ferð um Suðurhöfin veitti honum innblástur til skrifta. Svavar Jónatansson les.

Gulleyjan

Gulleyjan eftir Robert Louis Stevenson hefur öðlast sess sem sígild ævintýrasaga um sjóræningja og falda fjársjóði, rituð á sama tíma og hvort tveggja mátti enn finna um heimsins höf. Sagan var fyrst gefin út árið 1882.

Hér fylgjum við aðalpersónu bókarinnar, hinum unga Jim Hawkins, frá því að ógæfan ríður yfir fjölskyldu hans með komu sjóræningjans Billy Bones. Eftir að fjársjóðskort kemst í hendur Jims þarf hann að flýja til að bjarga lífi sínu. Kortið vísar á eftirsóttan fjársjóð sem virðist hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir alla er að honum leita. Til sögunnar koma hinir traustu en í senn ævintýragjörnu heldri borgarar Livesey læknir og Trelavney friðdómari, og í hönd fer ævintýralegt ferðalag suður í höf. Ferðin og leitin að fjársjóðnum eru aðeins upphafið að þeim erfiðleikum sem Jim og félagar standa frammi fyrir í ljósi þess að sjálf áhöfnin gæti verið þeirra versti óvinur. Höfundi tekst hér að skapa margslungnar persónur sem ekki eru allar traustsins verðar. Þeirra á meðal er hinn frægi Langi John Silfri, útsmoginn og kaldrifjaður sjóræningi sem alltaf getur hagað seglum eftir vindi og bjargað eigin skinni.

Robert Louis Stevenson er einna þekktastur fyrir bók sína Dr. Jekyll og Mr. Hyde, en skrifaði fjölda annarra bóka þar sem hans eigin reynsla á ferð um Suðurhöfin veitti honum innblástur til skrifta.

Svavar Jónatansson les.

No items found.