Grettis saga
Grettis saga hefur löngum verið ein af ástsælustu Íslendingasögunum. Hún fjallar um Gretti Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði, sem gekk undir nafninu Grettir sterki, enda var maðurinn ógnarsterkur og lét ekki bugast þótt við forynjur væri að etja. Í sögunni er greint frá æsku og uppvexti Grettis, brekum hans og óláni, sem olli því að hann varð á endanum útlagi. Var hann í útlegð í mörg ár og kom víða víða við á landinu en að lokum náðist hann í Drangey á Skagafirði og var veginn þar eftir hetjulega baráttu. Skemmtileg saga sem allir Íslendingar ættu að kunna. Einar Thorlacius les.