Grafletrin

HÖFUNDUR

Guy de Maupassant (1850-1893) var franskur höfundur sem naut mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar á síðari hluta 19. aldar. Einbeitti hann sér einkum að smásagnaforminu og hefur ásamt nokkrum öðrum verið talinn hafa rutt brautina fyrir nútíma smásögunni. Það sem einkum hefur þótt einkenna sögur Maupassants er beinskeyttur og að því er virðist áreynslulaus stíll þar sem tvöföld merking, háð og ádeila marrar í hálfu kafi. Þá var það aðall hans að sjá söguefni sem öðrum sást yfir, í hversdagslegum athöfnum daglegs lífs. Sagan Grafletrin er hugvitssamleg saga, sem leggur áherslu á tvískinnunginn í lífi okkar og setur spurningarmerki við tilfinningar og yfirdrepsskapinn sem þeim oft fylgir. Sagan er fengin úr blaðinu Fjallkonan frá því um aldamótin 1900. Ingólfur Kristjánsson les.

Grafletrin

Guy de Maupassant (1850-1893) var franskur höfundur sem naut mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar á síðari hluta 19. aldar. Einbeitti hann sér einkum að smásagnaforminu og hefur ásamt nokkrum öðrum verið talinn hafa rutt brautina fyrir nútíma smásögunni. Það sem einkum hefur þótt einkenna sögur Maupassants er beinskeyttur og að því er virðist áreynslulaus stíll þar sem tvöföld merking, háð og ádeila marrar í hálfu kafi. Þá var það aðall hans að sjá söguefni sem öðrum sást yfir, í hversdagslegum athöfnum daglegs lífs.

Sagan Grafletrin er hugvitssamleg saga, sem leggur áherslu á tvískinnunginn í lífi okkar og setur spurningarmerki við tilfinningar og yfirdrepsskapinn sem þeim oft fylgir. Sagan er fengin úr blaðinu Fjallkonan frá því um aldamótin 1900.

Ingólfur Kristjánsson les.

No items found.
***