Finnboga saga ramma

HÖFUNDUR

Finnboga saga ramma er ein af yngri Íslendingasögunum, talin rituð á fyrri hluta 14. aldar. Sögusvið hennar er á Flateyjardal í Suður-Þingeyjarsýslu og víðar á Íslandi. Þá færist sagan um tíma til Noregs. Sagan greinir frá ævi og uppvexti Finnboga Ásbjarnarsonar sem fæddist á Eyri í Flateyjardal á 10. öld. Faðir hans var stórbóndinn Ásbörn dettiás. Nýfæddur var Finnbogi borinn út en Gestur og Syrpa, ábúendur á Tóftum í Flateyjardal, fundu hann þar sem hann lá reifaður í urð, og ólu hann upp. Var hann í fyrstu kenndur við fundarstaðinn og nefndur Urðarköttur. Nafnið Finnbogi hlaut hann eftir að hafa bjargað manni þeim úr sjávarháska er Finnbogi hét, en sá gaf upp öndina og gaf Urðarketti nafn sitt að launum fyrir björgunina. Viðurnefnið „hinn rammi“ hlaut hann vegna líkamlegs atgervis síns. Hann var vígamaður og drap marga menn, bæði á Íslandi og í Noregi. Er sagan bæði viðburðarík og skemmtileg. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Finnboga saga ramma

Finnboga saga ramma er ein af yngri Íslendingasögunum, talin rituð á fyrri hluta 14. aldar. Sögusvið hennar er á Flateyjardal í Suður-Þingeyjarsýslu og víðar á Íslandi. Þá færist sagan um tíma til Noregs.

Sagan greinir frá ævi og uppvexti Finnboga Ásbjarnarsonar sem fæddist á Eyri í Flateyjardal á 10. öld. Faðir hans var stórbóndinn Ásbörn dettiás. Nýfæddur var Finnbogi borinn út en Gestur og Syrpa, ábúendur á Tóftum í Flateyjardal, fundu hann þar sem hann lá reifaður í urð, og ólu hann upp. Var hann í fyrstu kenndur við fundarstaðinn og nefndur Urðarköttur. Nafnið Finnbogi hlaut hann eftir að hafa bjargað manni þeim úr sjávarháska er Finnbogi hét, en sá gaf upp öndina og gaf Urðarketti nafn sitt að launum fyrir björgunina.

Viðurnefnið „hinn rammi“ hlaut hann vegna líkamlegs atgervis síns. Hann var vígamaður og drap marga menn, bæði á Íslandi og í Noregi. Er sagan bæði viðburðarík og skemmtileg.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.
***