Eyrbyggja saga (Saga Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga)

HÖFUNDUR

Eyrbyggja saga er um margt merkileg saga, ólík mörgum hinna þekktari, hvað varðar áherslur og efnistök. Þrátt fyrir að hún hafi aldrei notið jafn mikilla vinsælda og sögur eins og Njála, Egla og Laxdæla og standi þeim sögum töluvert að baki hvað varðar listfengi og byggingu, er hún samt ein af þessum stóru sögum sem allir áhugamenn um Íslendingasögur þurfa að kunna skil á. Persónur sögunnar skarast töluvert við bæði Brennu-Njáls sögu og Laxdæla sögu og svo þykir hún forvitnileg í sagnfræðilegu og þjóðfræðilegu tilliti. Sagan er á margan hátt frábrugðin öðrum Íslendingasögum og á það ekki síst rætur að rekja til aðalpersónu sögunnar, Snorra goða, sem er ólíkur þeim hetjum sem við eigum að venjast annars staðar frá. Má jafnvel halda því fram að Snorri sé nútímanlegri hetja en menn eins og Gunnar á Hlíðarenda og Egill Skallagrímsson og tali því betur inn í nútímann en þeir. Sigurður Arent Jónsson les.

Eyrbyggja saga (Saga Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga)

Eyrbyggja saga er um margt merkileg saga, ólík mörgum hinna þekktari, hvað varðar áherslur og efnistök. Þrátt fyrir að hún hafi aldrei notið jafn mikilla vinsælda og sögur eins og Njála, Egla og Laxdæla og standi þeim sögum töluvert að baki hvað varðar listfengi og byggingu, er hún samt ein af þessum stóru sögum sem allir áhugamenn um Íslendingasögur þurfa að kunna skil á. Persónur sögunnar skarast töluvert við bæði Brennu-Njáls sögu og Laxdæla sögu og svo þykir hún forvitnileg í sagnfræðilegu og þjóðfræðilegu tilliti.

Sagan er á margan hátt frábrugðin öðrum Íslendingasögum og á það ekki síst rætur að rekja til aðalpersónu sögunnar, Snorra goða, sem er ólíkur þeim hetjum sem við eigum að venjast annars staðar frá. Má jafnvel halda því fram að Snorri sé nútímanlegri hetja en menn eins og Gunnar á Hlíðarenda og Egill Skallagrímsson og tali því betur inn í nútímann en þeir.

Sigurður Arent Jónsson les.

No items found.
***