Er nokkur í kórónafötum hér inni?
Ljóðabókin Er nokkur í kórónafötum hér inni? sem kom út árið 1980 var fyrsta ljóðabók Einars Más Guðmundssonar og jafnframt fyrsta bók hans. Þó liðin séu rúm 40 ár frá útkomu hennar á hún fullt erindi til okkar í dag því ferskleikinn sem fylgdi henni þá er enn til staðar enda sjónarhorn Einars afar persónulegt og jafnframt tímalaust. Vissulega skynjar hlustandinn tímann sem hún er skrifuð á en það er styrkur bókarinnar að hún talaði inn í sinn samtíma, en auk þess fangar hún mannlegar þrár, langanir og depurð sem fylgir okkur mannfólkinu hvert sem við förum óháð tíma og rúmi. Ingólfur B. Kristjánsson les.