Einsog Hamsun
Sagan Einsog Hamsun birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995. Þó svo að Matthías sé helst þekktur fyrir ljóð sín og viðtöl við merka einstaklinga er hann einnig einn af okkar bestu smásagnahöfundum, en smásögur hans eru um margt sérstæðar og margar hverjar ramba á mörkum þess að vera smásögur eða einhvers konar hugeflandi frásagnir eða ritgerðir. En hvað sem öllum flokkunum líður eru þær allar stórskemmtilegar og skrifaðar af miklu listfengi og ættu flestir að geta notið þeirra. Kristján Viggósson les.