Dularfulla eyjan

HÖFUNDUR

Dularfulla eyjan er ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Sagan kom fyrst út á frummálinu árið 1875. Hún var gefin út hjá Ingólfsprenti, en ekki var getið um útgáfuár eða þýðanda. Hér segir frá fimm mönnum sem eru í haldi Suðurríkjamanna í Þrælastríðinu, borgarastríðinu í Bandaríkjunum 1861-1865. Þeim tekst að sleppa í loftbelg, en hann ber þá að eyðieyju í Kyrrahafi þar sem þeir þurfa að dvelja í nokkur ár. Á eynni lenda þeir í ýmsum hremmingum og ævintýrum og komast oft í hann krappan. Hjálp frá dularfullum velgjörðarmanni ræður stundum úrslitum. Tenging er á milli Dularfullu eyjarinnar og sögunnar Sæfarinn: Ferðin kringum hnöttinn neðansjávar eftir sama höfund. Á Hlusta.is má finna fleiri sögur eftir Jules Verne, þar á meðal fyrrnefnda sögu, Sæfarann. Höfundurinn, Jules Verne, fæddist 8. febrúar 1828 á eyju á ánni Leiru innan borgarmarka Nantes. Hann lést 24. mars 1905. Hann skrifaði á ferli sínum skáldsögur, ljóð og leikrit. Í sumum sögunum segir hann frá tækni sem ekki var þá búið að finna upp en raungerðist seinna með framförum í vísindum, svo sem frásagnir hans af ferðum í kafbáti neðansjávar og með eldflaug til tunglsins. Margar skáldsagna Jules Verne hafa notið vinsælda um allan heim og verið þýddar á fjölmörg tungumál. Reyndar hefur aðeins einn rithöfundur verið þýddur á fleiri tungumál en Jules Verne, en það er hin breska Agatha Christie sem flestir kannast við. Kristján Róbert Kristjánsson les.

Dularfulla eyjan

Dularfulla eyjan er ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Sagan kom fyrst út á frummálinu árið 1875. Hún var gefin út hjá Ingólfsprenti, en ekki var getið um útgáfuár eða þýðanda. Hér segir frá fimm mönnum sem eru í haldi Suðurríkjamanna í Þrælastríðinu, borgarastríðinu í Bandaríkjunum 1861-1865. Þeim tekst að sleppa í loftbelg, en hann ber þá að eyðieyju í Kyrrahafi þar sem þeir þurfa að dvelja í nokkur ár. Á eynni lenda þeir í ýmsum hremmingum og ævintýrum og komast oft í hann krappan. Hjálp frá dularfullum velgjörðarmanni ræður stundum úrslitum. Tenging er á milli Dularfullu eyjarinnar og sögunnar Sæfarinn: Ferðin kringum hnöttinn neðansjávar eftir sama höfund. Á Hlusta.is má finna fleiri sögur eftir Jules Verne, þar á meðal fyrrnefnda sögu, Sæfarann.

Höfundurinn, Jules Verne, fæddist 8. febrúar 1828 á eyju á ánni Leiru innan borgarmarka Nantes. Hann lést 24. mars 1905. Hann skrifaði á ferli sínum skáldsögur, ljóð og leikrit. Í sumum sögunum segir hann frá tækni sem ekki var þá búið að finna upp en raungerðist seinna með framförum í vísindum, svo sem frásagnir hans af ferðum í kafbáti neðansjávar og með eldflaug til tunglsins. Margar skáldsagna Jules Verne hafa notið vinsælda um allan heim og verið þýddar á fjölmörg tungumál. Reyndar hefur aðeins einn rithöfundur verið þýddur á fleiri tungumál en Jules Verne, en það er hin breska Agatha Christie sem flestir kannast við.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

No items found.
***