Dálítil ferðasaga
Dálítil ferðasaga er áhugaverð smásaga eftir snillinginn Jón Thoroddsen, sem samdi skáldsögurnar Pilt og stúlku og Mann og konu. Sagan, sem er fyrsta sagan sem birtist eftir Jón á prenti, er þó mjög ólík þeim sögum; í henni heldur höfundur á vit þjóðsagna og rambar á mörkum hins óraunverulega. Jón mun hafa skrifað hana á Hafnarárum sínum og birtist hún í tímaritinu Norðurfara (1848-1849) sem Jón gaf út í félagi við vin sinn Gísla Brynjúlfsson. Ingólfur B. Kristjánsson les.