Ástin sigrar

HÖFUNDUR

Ástin sigrar er ástar- og örlagasaga eftir sænska rithöfundinn Marie Sophie Schwartz (1819-1894), en hún var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur Svíþjóðar, og þó víðar væri leitað, seint á 19. öld. Líf Marie Sophie Schwartz þótti jafnvel dularfyllra en líf þeirra persóna sem hún skapaði í skáldverkum sínum. Sjálf sagðist hún vera dóttir kaupmannshjóna, en í raun var hún dóttir vinnukonu og ættleidd eftir fæðingu til hjóna í Stokkhólmi. Marie gekk í stúlknaskóla og fékk síðar einkatíma í teikningu og málun. Um tvítugt hóf hún störf sem ráðskona hjá prófessornum og forstjóranum Gustaf Magnus Schwartz. Með honum eignaðist hún tvo syni og bjuggu þau saman sem fjölskylda, en giftu sig aldrei formlega, þar sem Gustaf var katólskur og gat því ekki skilið við fyrri eiginkonu sína. Eftir dauða eiginmannsins árið 1858 hófst rithöfundarferill Marie Sophie Schwartz fyrir alvöru og var hún þátttakandi í bókmenntaheimi og menningarlífi Stokkhólms til dauðadags. Í bókum sínum skrifaði hún gjarnan um félagslegan ójöfnuð sem og stöðu og réttindabaráttu kvenna. Auk þess gagnrýndi hún forréttindi aðalsins og fordóma hans gagnvart alþýðu manna. Þóra Hjartardóttir les.

Ástin sigrar

Ástin sigrar er ástar- og örlagasaga eftir sænska rithöfundinn Marie Sophie Schwartz (1819-1894), en hún var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur Svíþjóðar, og þó víðar væri leitað, seint á 19. öld.

Líf Marie Sophie Schwartz þótti jafnvel dularfyllra en líf þeirra persóna sem hún skapaði í skáldverkum sínum. Sjálf sagðist hún vera dóttir kaupmannshjóna, en í raun var hún dóttir vinnukonu og ættleidd eftir fæðingu til hjóna í Stokkhólmi. Marie gekk í stúlknaskóla og fékk síðar einkatíma í teikningu og málun. Um tvítugt hóf hún störf sem ráðskona hjá prófessornum og forstjóranum Gustaf Magnus Schwartz. Með honum eignaðist hún tvo syni og bjuggu þau saman sem fjölskylda, en giftu sig aldrei formlega, þar sem Gustaf var katólskur og gat því ekki skilið við fyrri eiginkonu sína. Eftir dauða eiginmannsins árið 1858 hófst rithöfundarferill Marie Sophie Schwartz fyrir alvöru og var hún þátttakandi í bókmenntaheimi og menningarlífi Stokkhólms til dauðadags. Í bókum sínum skrifaði hún gjarnan um félagslegan ójöfnuð sem og stöðu og réttindabaráttu kvenna. Auk þess gagnrýndi hún forréttindi aðalsins og fordóma hans gagnvart alþýðu manna.

Þóra Hjartardóttir les.

No items found.
***